logo


Almenningur í þrískiptingu valdsins Prenta út
Skrifað af Guðmundur Ágúst Sæmundsson   
Mánudagur, 30. Maí 2011 11:28

Um þrískiptingu valdsins hefur mikið verið rætt í gegnum tíðina og stundum er einnig getið um fjórða valdið sem fjölmiðlana og jafnvel fimmta valdið sem auðvaldið.  Í þessu samhengi er þó sjaldnast talað um vald almennings. Þessi málvenja er barn síns tíma en af henni má ætla að almenningur komi hvergi nærri, hafi ekkert vald, þegar nær sanni væri að segja að almenningur hefði öll völd.

 

Þegar ég tala um öll völd þá meina ég einnig það vald að framselja hluta valds síns til kjörinna fulltrúa.  Uppruni þess valds sem vanalega er talað um að sé þrískipt er, og á að vera, hjá almenningi.  Þess vegna á stjórnarskrá að vera undir beinni stjórn almennings. Í henni er öllum fjórum valdþáttnum lýst og mörk þeirra sett.

 

Ég vil leggja til að almenningur sé með formlegum hætti settur inn í mynd hins þrískipta valds.  Um leið væri eðlilegt að tala um valdið sem fjórskipt því hluta þess heldur almenningur ávalt hjá sér, svo sem kosningaréttinum og vonandi réttinum til að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslur og leggja fram þingmál á Alþingi eftir endurskoðun stjórnarskrárinnar.

 

Ég hef teiknað valdahring sem lýsir þingræðiskerfi eins og því sem ég fjalla um í fyrstu tillögum mínum til stjórnlagaráðsins, þar sem almenningur kemur inn á milli löggjafarvaldsins og dómsvaldsins.  Almenningur velur löggjafarvaldið og lýtur úrskurðum dómsvaldsins.

 

 

Það má fleira lesa út úr þessari mynd.  Almenningur hefur víðtækasta valdið og mest frelsi fyrir hugsjónir.  Eftir því sem lengra er farið eftir gangi klukkunnar um valdahringinn frá almenningi til dómsvaldsins er valdinu ætlað að vera sértækara og faglegra.

 

Almenningur eru allir einstaklingar, hvort sem þeir gegna embætti annars staðar í hringnum eður ei.  Almenningur hefur tillögu-, fyrirspurnar- og upplýsingarétt á öllum stigum hringsins, missterkan þó.  Almenningur velur fulltrúa til að fara með löggjafarvaldið (að svo miklu leyti sem almenningur gefur það frá sér).  Þeir fulltrúar túlka stefnuna sem almenningur velur í kosningum og tekur mið af henni við smíði lagafrumvarpa og í öðrum störfum sínum.  Löggjafarvaldið velur fulltrúa til að fara með framkvæmdavaldið.  Við smíði reglugerða og í öðrum störfum sínum túlkar framkvæmdavaldið einnig þá stefnu sem almenningur hefur valið, en innan þess ramma sem löggjafarvaldið setur með túlkun sinni.  Loks er það dómsvaldið sem skipað er af framkvæmdavaldinu. Til að tryggja enn frekar fagmennsku á því stigi er reyndar ástæða til að hafa það skipunarferli viðameira en svo að einn einstaklingur í sæti dómsmálaráðherra hafi skipunarvaldið einn.  Það er ekki beinlínis á sviði þeirrar stóru myndar sem hér er dregin upp. Dómsvaldið úrskurðar um hvort lögum og reglum sé fylgt.  Þó að dómsvaldið geti úrskurðað yfir öllum hinum valdþáttunum nægir að loka hringnum og láta það vísa á almenning því fulltrúar sem eru hluti af almenningi gegna jú öllum stöðum alls staðar í valdahringnum.

 

Tryggja þarf að samhengi sé milli almennrar stefnumótunar almennings og sértækrar framkvæmdar framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins.  Í þeim efnum hef ég lagt til visst fyrirkomulag þingræðis og kosninga sem sjá má hér og hér.

 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:

Efnisveita

 

feed-image RSS efnisveita

 


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx