logo


Um Hugveituna Prenta út
Miðvikudagur, 17. Desember 2008 21:27

Hugveitan er hugmynd sem ég hef unnið að meðfram öðru um nokkurra ára skeið. Engin hugmynd sprettur upp í tómarúmi og á þeim tíma sem Hugveitan hefur verið að mótast hef ég rætt við marga og fengið frá þeim gagnrýni og kerfjandi spurningar sem hjálpað hafa til við að þróa hana og styrkja.  Þar á ég við fólk í tölvugeiranum, þar sem ég starfaði í fimm ár, í háskólasamfélaginu, þar sem ég hef verið undanfarin fjögur ár, og fólk á förnum vegi, ættingja og vini.


Hugveitan snýst um það hvernig mikill fjöldi fólks getur unnið saman að sameiginlegum málum eftir skilvirkum lýðræðislegum leiðum. Hún snýst einnig um það hvernig hægt er að ná upp á yfirborðið bestu hugmyndunum sem fyrirfinnast meðal almennings á hverjum tíma og hvernig hægt er að beina kröftum samfélagsins í að vinna þær hugmyndir til enda með samhentu átaki.  Þessu til viðbótar snýst hún um gagnsæi og rétt hvers einstaklings til þess að tjá sig með þýðingamiklum hætti um öll þau samfélagsmál sem honum hugnast.


Ég stend fyrir utan alla flokka og öll framboð.  Öllum framboðum stendur jafnt til boða að taka þátt í þessari hugmynd og vinna henni framgang.  Ég vona að sem flest þeirra sjái gildi þess og ég er tilbúinn að vinna með þeim öllum.  Mitt eina markmið er að hugmyndin komist í framkvæmd svo að almenningur á Íslandi geti orðið virkur þátttakandi í lýðræðinu, á vettvangi sem er í senn lýðræðislegur, þýðingamikill og skilvirkur.  Þegar það hefur tekist er ég ekki í vafa um að vel verður leyst úr öllum málum sem þjóðin kemur til með að standa frammi fyrir.


Hugmyndin er fyrst sett fram opinberlega í lokaritgerð í HHS (Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði) við Háskólann á Bifröst sumarið 2007. Í tengslum við það var nafnið Hugveitan valið.  Mér hættir til að nota orðið yfir alla þá möguleika sem miðlægur lýðræðisvettvangur fyrir almenning á internetinu hefur uppá að bjóða, burtséð frá því hvort þeir séu hluti af kjarnavirkninni sem ég lýsi í ritgerðinni eða ekki.  Ég vona að það virki ekki ruglingslega því að ég hyggst ekkert endilega vara mig á því.  Ég lít nefnilega á Hugveituna sem lifandi einingu sem þroskast, vex og dafnar.  Ég set fram hugmynd að ákveðinni frumgerð af henni í ritgerðinni, og á sama hátt með einhverjum viðbótum á þessari kynningarsíðu, en á endanum sé ég hana fyrst og fremst taka breytingum með hugmyndum og framtaki væntanlegra notenda hennar.  Það er partur af nálguninni sem ég legg upp með.  Henni er ætlað að auðvelda almenningi að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar á öllum sviðum samfélagsins og að sjálfsögðu verður hún sjálf ekki undanskilin.

 

Guðmundur Ágúst Sæmundsson
hugveitan (hjá) hugveitan.is

 

Kynningarblað

 

Hvað er Hugveitan?

Kynningarblað um Hugveituna

 

Framvindan

Vísir að Hugveitunni er nú í vinnslu í formi hugbúnaður fyrir sveitarfélög, félagasamtök og stjórnmálaflokka. Sjá:


Hugveitan samfélagslausnir ehf. | Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi | hugveitan (hjá) hugveitan.is | creatave commons, some rights reserved 2007

 

brunette teen xxx