Hvað er Hugveitan? Prenta út
Þriðjudagur, 27. Janúar 2009 08:03

Hugveitan er ýtarlega unnin hugmynd að vefhugbúnaði sem bætt getur lýðræðið á Íslandi til mikilla muna.  Hugmyndin fór að kvikna í kringum árið 2001 en hefur þróast og styrkst síðan þá. Hún er ekki orðin að veruleika ennþá, en með aðstoð áhugasamra getur hún orðið það innan tíðar.

Þungamiðja hugmyndarinnar snýr að því að virkja megi almenning til þátttöku í þeirri skapandi vinnu sem liggur að baki öllum aðgerðum og lagasetningum ríkisvaldsins.  Þjóðin er menntuð og hugmyndarík.  Það er synd að við skulum ekki nýta það betur við undirbúning málefna samfélagsins.  Hugveitan getur orðið tæki til þess að fá fram góðar hugmyndir, koma auga á þær, bæta þær í sameiningu og láta þær verða að veruleika.  Hún er leið til að virkja frumkvæði og sköpunarmátt borgaranna til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

 

Hugveitan er fyrst og fremst hugmynd sem ryður öðrum hugmyndum braut